Íslensku Menntaverðlaunin 2022
Kæru vinir Rauðhóls!
Það er okkur sönn ánægja að hafa fengið þann heiður að fá afhent Íslensku menntaverðlaunin 2022. Við fengum verðlaun fyrir framúrskarandi skólastarf og fyrir öfluga þróunarverkefnið okkar sem tengist flæðinu.
Við erum nú sannfærð um að við erum að gera eitthvað gott í þágu barnanna sem eru í námi hjá okkur. Einnig sjáum við að starfsfólkinu líður vel þar sem það getur nýtt sína styrkleika í starfinu. Öflugt foreldrasamstarf er einnig mikilvægt.
Viðurkenning sem þessi gefur byr inn í leikskólastarfið okkar og eykur metnað fyrir því að gera vel í menntun barna.
Það þarf líka öflugt samfélag í kringum leikskólann til að ná góðum árangri.
Til hamingju allir sem hafa komið að leikskólanum Rauðhól og eiga þátt í þeirri þróun að byggja upp góðan leikskóla!
Íslensku Menntaverðlaunin 2022
Kæru vinir Rauðhóls!
Það er okkur sönn ánægja að hafa fengið þann heiður að fá afhent Íslensku menntaverðlaunin 2022. Við fengum verðlaun fyrir framúrskarandi skólastarf og fyrir öfluga þróunarverkefnið okkar sem tengist flæðinu.
Við erum nú sannfærð um að við erum að gera eitthvað gott í þágu barnanna sem eru í námi hjá okkur. Einnig sjáum við að starfsfólkinu líður vel þar sem það getur nýtt sína styrkleika í starfinu. Öflugt foreldrasamstarf er einnig mikilvægt.
Viðurkenning sem þessi gefur byr inn í leikskólastarfið okkar og eykur metnað fyrir því að gera vel í menntun barna.
Það þarf líka öflugt samfélag í kringum leikskólann til að ná góðum árangri.
Til hamingju allir sem hafa komið að leikskólanum Rauðhól og eiga þátt í þeirri þróun að byggja upp góðan leikskóla!