Íslensku menntaverðlaunin 2020
Á alþjóðlegum degi kennara þann 5. október síðast liðinn tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hvaða fimm skólar, kennarar og þróunarverkefni hafa hlotið tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2020. Við getum stolt sagt frá því að leikskólinn Rauðhóll fékk tilnefningu fyrir framúrskarandi og fjölbreytt þróunarstarf og nýsköpun, faglegan metnað, starfsþróun og lýðræðislega starfshætti. Þann 13. nóvember verður tilkynnt hver hlýtur verðlaunin. Á síðu Skólaþróunar má lesa nánar um þessi verðlaun ásamt því hverjir eru í Viðurkenningarráði Íslensku menntaverðlaunanna.
Svefnstefna Rauðhóls
Þar sem hvíld er stór þáttur í líkamlegum og andlegum þroska barna hefur verið mörkuð stefna um svefn- og hvíldartíma barna í Rauðhól. Ef foreldrar óska eftir styttingu á svefni í leikskólanum er farið yfir með þeim hvernig svefnrútína er heima áður en til styttingar kemur (Skólanámskrá Rauðhóls, 2019).