Leikskólinn Rauðhóll

Vinátta Virðing Vellíðan
Menu
  • Leikskólinn
    • Leikskólinn Rauðhóll
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Myndskeið - Leikskólinn Rauðhóll
    • Litir
    • Ævintýri
    • Fréttasafn
    • Ýmislegt gagnlegt
      • Almenn málörvun barna
      • Hlustun og skilningur
      • Tannvernd
      • Agi, uppeldi og hegðun
    • Krækjur
      • Skóla- og frístundasviðSkóla- og frístundasvið
      • Rafræn ReykjavíkRafræn Reykjavík
      • Fjölmenning í leikskólumFjölmenning í leikskólum
      • Barnasáttmálinn
      • Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð
    • ForeldravefurForeldravefur
    • Foreldraviðtöl
  • Information
  • Rauðhólsgleðin
  • Skipulagsdagar

Leikskólinn Rauðhóll

Vinátta Virðing Vellíðan
411-7650
Sumarlokun
  • Leikskólinn
    • Leikskólinn Rauðhóll
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Myndskeið - Leikskólinn Rauðhóll
    • Litir
    • Ævintýri
    • Fréttasafn
    • Ýmislegt gagnlegt
      • Almenn málörvun barna
      • Hlustun og skilningur
      • Tannvernd
      • Agi, uppeldi og hegðun
    • Krækjur
      • Skóla- og frístundasviðSkóla- og frístundasvið
      • Rafræn ReykjavíkRafræn Reykjavík
      • Fjölmenning í leikskólumFjölmenning í leikskólum
      • Barnasáttmálinn
      • Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð
    • ForeldravefurForeldravefur
    • Foreldraviðtöl
  • Information
  • Rauðhólsgleðin
  • Skipulagsdagar

Eldhús

Nánar

 

Á Rauðhóli er allur matur eldaður á staðnum. Leitas er við að vera með gæða hráefni og vinna mat frá grunni og hafa unnar matvörur í lágmarki.

Börn læra betur af því sem þau sjá og upplifa heldur en af því sem þeim er sagt. Þess vegna er mikilvægt að vera barninu fyrirmynd í fæðuvali, borða með þeim og kenna þeim um leið borðsiði og kurteisi. Það er tvennt sem einkennir framar öðru matarsmekk barna. Þau taka sætt bragð fram yfir annað ef það er á boðstólum og þau eru smeyk við nýjar fæðutegundir. Það þarf að gefa börnunum tíma til að venjast nýjum fæðutegundum. Best er að bera þær fram nokkur skipti í röð, þá er líklegt að barnið fari smám saman að vilja borða þær. Því má heldur ekki gleyma að smekkurinn þróast að miklu leyti strax í æsku þannig að auðveldara er að venja á holla fæðu, sérstaklega ávexti, grænmeti og grófmeti á meðan börnin eru ung. Fjölbreytt mataræði með grófmeti og ríflegri neyslu af grænmeti og ávöxtum er æskilegasti kosturinn. Næringin skiptir máli fyrir heilbrigði tanna og beina. Holl fæða frá unga aldri gerir okkur kleift að mynda sterk bein sem betur geta staðist áföll síðar meir í lífinu. Tilvalið er að nota mikið af grænmeti við matseldina og bjóða einnig upp á það hrátt með matnum. Ef börn venjast því í uppvextinum að grænmeti sé haft með öllum mat, má ætla að grænmetisneysla verði hluti af lífsstíl þeirra.

 

Í leikskólanum eru:

Ávextir eru bornir fram daglega með morgunkorni eða Ab-mjólk. Hafragrautur er þrisvar í viku og er þá boðið upp á rúsínur og kanil.

Fiskur er tvisvar í viku, gufusoðinn eða steiktur og notaður er allskonar fiskur, ekki bara hin hefðbundna Ýsa. T.d. lúða, rauðspretta, steinbítur og þorskur.

Öll brauð eru bökuð á staðnum, alltaf með grófu korni.

Notuð er léttmjólk en nýmjólk fyrir börn undir 3ja ára, viðbit er smjörvi og notaður er 26% ostur. 

Sykur er ekki notaður í matargerð. Sem bragðauki er notað allskonar grænmeti í matinn og með mat.

Vatn er besti svaladrykkurinn og alltaf borið fram með mat.

Fita er höfð í hófi og meira um olíu eða mjúka fitu í staðinn fyrir harða fitu á borð við smjörlíki eða smjör. Samt er passað upp á að fitan sé næg.

Ekkert er notað af tilbúnum mat. Allar kjöt og fiskvörur t.d. bollur, búðingar og buff er gert á staðnum og án allra aukaefna. Einstöku sinnum eru þó keyptar pylsur og þá valdar pylsur án MSG.

Leitast er við að gera sósur og súpur frá grunni.

Kartöflur eru gufusoðnar eða stundum steiktar í ofni og alltaf með hýði.

Þriðjudagar eru grænmetisdagar. Þá er máltíðin eingöngu úr grænmeti, tilgangurinn er að kenna þeim að grænmeti þarf ekki bara að vera meðlæti með kjöti eða fiski.

Leitast er við að hafa matinn fjölbreyttan og litríkan
.
Matseðill
Mánudagar: Fiskur og grænmeti
Þriðjudagar: Grænmetisdagar
Miðvikudagar:
Fiskur og grænmeti
Fimmtudagar: Kjöt og grænmeti
Fostudagar: Ýmist kjöt eða pasta, súpur eða grautar
 

 Í leikskólanum er fjölbreytnin og hollustan í fyrirrúmi í eldhúsinu


Starfsfólk eldhússins

Lena Zajkowska

Lena Zajkowska

Aðstoð í eldhúsi á Litum

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 


Edyta Kudla

Edyta Kudla

Yfirmaður í eldhúsi á Litum

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 


Dorota Ewa Dampc

Dorota Ewa Dampc

Yfirmaður í eldhúsi á Ævintýrum

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

 


Emilia Tuttas

Emilia Tuttas

Aðstoð í eldhúsi á Ævintýrum

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Leikskólinn Rauðhóll

Litir – Sandavaði 7
Ævintýri – Árvaði 3
Björnslundur – Elliðavaði 16
110 Reykjavík

Sími 411-7650

raudholl@rvkskolar.is
Innskráning

  Kort