Foreldrafélag Rauðhóls var stofnað á fyrsta foreldrafundi leikskólans, mánudaginn 12. nóvember 2007 kl.21:00. Á leikskólanum Rauðhóli er starfandi öflugt foreldrafélag sem styður við starf leikskólans með ýmsum hætti. Skipuleggur félagið ýmsar uppákomur fyrir börnin, og má þar helst nefna jólatrésferð á aðventunni, sem tekist hefur einstaklega vel og verið fjölmenn. Einnig sér foreldrafélagið um að skipuleggja sveitaferð á vorin annað hvert ár og sumarhátíð hitt árið. Félagið hefur einnig fengið leiksýningar, upplestur úr bókum, skipulagt myndatökur svo fátt eitt sé nefnt.
Foreldrafélagið festi kaup á gönguskíðum fyrir börnin til nota í Björnslundi og hafa þau vakið mikla lukku og eru mikið notuð þá daga sem snjór er. Auk þess hefur félagið stutt við bakið á leikskólanum við hin ýmsu verkefni, þegar því hefur verið við komið, í samráði við leikskólastjórnendur.
Foreldrafélag Rauðhóls hefur átt þeirri gæfu að fagna að innheimta gjalda fyrir félagið hefur gengið vel, allt frá stofnun, og gerir það félaginu kleift að halda úti öflugu starfi fyrir börnin okkar. Er félagið þakklátt þeirri velvild sem foreldrar og forráðamenn sýna starfinu.
Stjórn foreldrafélags Rauðhóls veturinn 2019-2020
Kristín Jónadóttir formaður
Eva Valsdóttir gjaldkeri
Sóley Lára Árnadóttir ritari
Sigurbjörg Linda Sigurðardóttir
Auður Hafþórsdóttir
Daldís Guðmundsdóttir
Heiða Sigurðardóttir
Eva Björg Ásgeirsdóttir
Hulda Gísladóttir
Salvar Þór Sigurðarsson