Janúarmyndir frá Guludeild eru komnar inná myndasvæðið.
Í dag er rauður dagur á Rauðhól. Allir á Guludeild eru í rauðri stemmningu og mikil gleði ríkjandi. Fyrir hádegi erum við búin að fara í leikfimi, hlusta á sögu, borða ávexti og fara í útiveru.
Við á Guludeild fórum í gönguferð á Ævintýrin í morgun. Börnin voru dugleg að labba og passa upp á hvert annað, að engin færi of langt í burtu. Á Ævintýrunum fórum við inn, skoðuðum húsnæðið og lékum okkur í kubbum, stórum mjúkum púðum og lituðum. Við fórum líka út í garðinn og lékum okkur þar. Heimferðin tók langan tíma því allir voru orðnir mjög þreyttir. Á Guludeild beið maturinn eftir okkur og svo voru allir fljótir að sofna í hvíldinni.
Litir – Sandavaði 7
Ævintýri – Árvaði 3
Björnslundur – Elliðavaði 16
110 Reykjavík
Sími 411-7650