Í nóvember og desember 2019 fór fram ytra mat í Rauðhól. Matið var framkvæmt af starfsfólki skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Meginstef ytra mats í leikskólum er það sama og á öðrum stofnunum skóla- og frístundasviðs: að matið sé leiðbeinandi, framfara- og umbótamiðað og stuðli að betra skóla- og frístundastarfi.
Leiðarljós matsins er það sama og sviðsins í heild; að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf.
Þann 7. febrúar 2020 voru niðurstöður matsins kynntar fyrir starfsfólki skólans. Starfsfólk Rauðhóls má vera verulega stolt af niðurstöðum matsins og gefa sér gott klapp á bakið fyrir vel unnið faglegt starf. Skýrsluna í heild sinni ásamt umbótaáætlun má kynna sér hér