Kæru foreldra
Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir góða mætingu á þá foreldrafundi sem hafa verið hjá okkur s.l. vikur. Það gladdi okkur mikið að geta boðið ykkur inn til okkar og átt notalega stund með ykkur. Við berum þá ósk í brjósti að það styttist í að allt færist í eðlilegt horf og að þið getið komið dags daglega inná deildir þegar þið komið með og sækið börnin. En við höldum áfram að þreyja þorrann saman og förum eftir tilmælum frá skóla- og frístundasviði um að grímuskylda sé áfram hjá okkur.