Mikið er búið að brasa á Ævintýradalnum núna í haust. Dugmiklu börnin þar eru t.d. búin að vera að sauma út í myndir sem þau teiknuðu sjálf og voru þau fljót að ná tökum á saumaskapnum. Eins og sjá má á myndum er einbeitingin mikil og menn vanda sig vel.
Ævintýradalur fer mikið í göngutúra í hverfinu okkar og skoða hvað það hefur upp á að bjóða. Mikill spenningu fylgir því að sýna vinum og kennurum hvar þau eiga heima. Þessi rennibraut varð á vegi okkar í einum göngutúrnum og eins og sjá má eru börnin orðin dugleg að fara í röð og bíða eftir að röðin komi að þeim, í þetta skipti þurftu kennarar ekkert að minna þau á.
Ævintýrin eru komin með aðgang að íþróttasal Norðlingaskóla á miðvikudögum kl. 15:00. Ævintýrin skipta salnum bróðurlega á milli sín svo að allir komist að.
Hérna er drengirnir búinir að búa til lestarstöð úr einingar-
kubbum. Lituðu kubbarnir eru fólkið sem beið eftir lestinni.
Fólkið þurfti að bíða mjög lengi af því að það var engin önnur
lestarstöð.
Í lokin eru hérna myndir af fallegum hóp sem tekin var á bangsa-daginn.
Litir – Sandavaði 7
Ævintýri – Árvaði 3
Björnslundur – Elliðavaði 16
110 Reykjavík
Sími 411-7650