-
Aðlögun
Gera má ráð fyrir u.þ.b. einni viku í aðlögun barns í leikskólann. Við erum með þátttökuaðlögun eða hefðbunda aðlögun og fer það allt eftir óskum starfshóps deildanna hverju sinni. Áætlun um aðlögun er gerð í samráði foreldra og kennara. Reynslan hefur kennt okkur að hæg aðlögun er árangursríkari en hröð aðlögun.
Hefðbundin aðlögun: aðlögun er skipulögð í eina viku. Barnið kemur í heimsókn með foreldri í um klukkustund fyrsta daginn. Viðveran eykst svo hvern dag ásamt því að tíminn lengist sem foreldrar fara frá.
Þátttökuaðlögun: aðlögunartíminn miðast við þrjá dag þar sem foreldrar taka þátt í öllu starfi leikskólans með börnum sínum.
-
Afmæli
Haldið er hátíðlega upp á afmælisdaga barnanna og þau eru í aðalhlutverki þann dag. Þau fá að gera sér kórónu sem þau taka með sér heim í lok dags. Einnig fá þau að velja sér diska og glös í matmálstímum. Barnið kemur ekki með veitingar að heiman en má koma með bækur eða tónlist ef það vill.
Reglur vegna afmæla:
Boðskort fara í hólf ef öllum börnum í hópnum er boðið annars er þeim ekki boðið í gegnum leikskólann. Starfsfólk fer aldrei heim með börn á afmælum. -
Dvalartími barna
Dvalarsamningur er gerður um vistunartíma barns þegar það byrjar í leikskólanum. Mikilvægt er að vistunartími barnsins sé virtur því að fjöldi starfsmanna er miðaður við viðveru barnanna. Ef breyta þarf vistunartíma er haft samband við leikskólastjóra. Uppsögn á dvalarsamningi eða breytingar á vistunartíma þarf að gera með mánaðar fyrirvara g er miðað við fyrsta dag hvers mánaðar.
-
Fatnaður
Mikilvægt er að barnið sé í hentugum fatnaði í leikskólanum. Fötin þurfa að vera þægileg og ekki hefta hreyfingar barnanna. Það þarf líka að vera auðvelt að æfa sig í að klæða sig úr og í fötin. Inniskór eru ekki nauðsynlegir en við bendum á sokkainniskó. Þeir verja barnið fyrir kulda og eru þæglegir og liprir að leika í. Aukaföt og útiföt verða að fylgja barninu á hverjum degi og vera vel merkt, sérstaklega útiföt og skór. Aukaföt eru geymd í plast kössum inná deildum á Litunum og í taupokum á Ævintýrunum. Muna þarf eftir að tæma hólfin á föstudögum til þess að hægt sé að þrífa þau.
Það sem þarf að vera af útifatnaði er:
- hlý peysa
- hlý og góð húfa (ekki nóg að hafa buff)
- hlýir og góðir vettlingar (ekki nóg að hafa þunna fingravettlinga)
- ullarsokka
- flísbuxur (fyrir þá sem eru á sokkabuxum eða leggings)
- regngalli
- kuldagalli / eða úlpa og snjóbuxur
- úlpa
Aukaföt
Nærföt, sokkar, sokkabuxur, buxur, peysa eða bolur
-
Hvíldardót
Hvíldardót, koddi og teppi koma með börnunum að heima. Það veitir börnunum öryggi að hafa sína eigin hluti þegar þau hvíla sig. Hvíldardót fer heim með barninu annan hvern föstudag og kemur aftur meðþví í leikskólann á mánudegi.
-
Leikskólagjöld
Leikskólagjöld eru greidd fyrirfram einn mánuð í senn. Ekkert gjald er tekið fyrir júlí vegna sumarfría. Innheimta fer fram hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Gjaldskrá leikskóla.
-
Lyfjagjöf á leikskólatíma
Lyf eru ekki gefin í leikskólanum nema ef um er að ræða lyf sem þarf að taka að staðaldri eða astmalyf. Trúnaðalæknir barna í leikskólum í Reykjavík er Katrín Davíðsdóttir. -
Máltíðir
Borðað er í matsal leikskólans. Morgunmatur hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 9:30 og geta börnin borðað þegar þeim hentar innan þessa tíma, með því truflum við ekki leik þeirra. Hádegismaturinn er tvískiptur, yngir börnin borða kl. 11:00 og þau eldri kl. 11:30. Síðdegiskaffi er á bilinu 14:20-15:10. Við leggjum áherslu á fjölbreytt matarræði með grófmeti og ríflegri neyslu af grænmeti og ávöxtum. Leitast er við að vinna allan mat frá grunni og brauð eru bökuð í leikskólanum. Boðið er upp á vatn í öllum matmálstímum og mjólk í síðdegiskaffi.
-
Skipulagsdagar
Leikskólinn er lokaður sex virka daga á ári vegna skipulags- og námskeiðsdaga starfsfólks. Þessir dagar eru skráðir á skóladagatali og auglýstir á hverju hausti. Skipulagsdagar þetta skólaár.
-
Slys á börnum
Slasist börn í leikskólanum og þurfi að fara á heilsugæslu greiðir leikskólinn fyrir fyrstu komu. Forráðamenn verða að koma með kvittun og verður að fylgja númer á reikningi sem hægt er að endurgreiða inn á. -
Sumarfrí
Leikskólinn er lokaður í 4 vikur yfir sumarið. Dagsetningar eru ákveðnar í samráði við foreldraráð leikskólans. Öll börn þurfa að taka að lágmarki 4 vikna samfellt frí. Dagsetningar lokunar eru tilkynntar í upphafi hvers skólaárs.
-
Veikindi barna
Leikskólinn getur ekki tekið á móti veikum börnum. Foreldrar þurfa að tilkynna veikindi í síma leikskólans 411-7650. Ef barn getur ekki notið leikskólaverunnar vegna líkamlegra vanlíðan er það sent heim. Æskilegt er að barn sé hitalaust heima í a.m.k. einn dag eftir veikindi. Barn getur fengið að vera inni í tvo daga eftir veikindi en að öðru leiti er útiveru ekki sleppt nema í undantekningatilfellum.
Ef börn eru fjarverandi vegna veikinda í mánuð samfleytt er felldur niður helmingur gjalds. Veikist barn í leikskólanum er strax haft samband við foreldra og brugðist við eftir bestu vitund.