Rauðhóll er 10 deilda leikskóli með pláss fyrir 197 börn og á honum starfa yfir 50 starfsmenn. Starfstöðvar leikskólans eru þrjár, Litir við Sandavað 7, Ævintýri við Árvað 3 og Skógarhúsið í Björnslundi við Elliðabraut 16. Leikskólastjóri er Aðalheiður Björk Matthíasdóttir og aðstoðarleikskólastjórar eru Elín Guðrún Pálsdóttir og Dagbjört Svava Jónsdóttir.
Fimm deildir eru á Ævintýrum: Eyja, Dalur, Lundur, Hóll og Land. Á Litunum eru fjórar deildar: Gula, Bláa, Græna og Rauða. Skógarhúsið er í Björnslundi.
Saga Rauðhóls
Leikskólinn Rauðhóll tók til starfa 1. mars 2007 í húsnæði skólans við Sandavað. Gert er ráð fyrir 88 börnum í skólanum en strax á fyrstu mánuðum var ljóst að stækka þyrfti skólann vegna mikils barnafjölda í hverfinu. Vorið 2009 var Skógarhúsið Björnslundi tekið í notkun og með þeirri stækkun voru komin pláss fyrir 106 börn við leikskólann. Haustið 2010 stækkaði skólinn aftur þegar þrír skálar við Norðlingaskóla voru teknir í notkun. Þangað flutti elsti árgangur Rauðhóls sem taldi þá 36 börn. Haustið 2011 bættust við tveir skálar til viðbótar og þegar mest var voru 52 börn í bráðabrigða húsnæði leikskólans við Norðlingaskóla. Á vormánuðum 2012 var ljóst að Rauðhóll myndi taka við starfsemi nýs leikskóla í hverfinu. Haustið 2012 var nýja húsnæðið við Árvað 3 tekið í notkun og leysti það skálana af hólmi. Til aðgreiningar eru tvö aðalhús leikskólans kölluð Litir og Ævintýri og er það vísun í nöfn deildanna og hvorum stað.