Á vormánuðum 2018 sótti starfsfólk Rauðhóls um þróunarstyrk til skóla- og frístundasviðs og var styrkumsóknin samþykkt. Í lýðræðislegri kosningu starfsfólks um val á þróunarverkefni var kallað eftir skýrari lýsingum á faglegu hlutverki starfsfólks. Gildi þróunarverkefnisins sem ber heitið Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar er að auðga og skilgreina starfið með skýrum hætti. Þróunarverkefnið fór fram skólaárið 2018-2019 og var skýrslan, sem finn má hér, kynnt og birt í ágúst 2019.
Á heimasíðu sem útbúin var í tengslum við Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar má meðal annars finna fyrirlestur sem Mihaly Csiksszentmihaly hélt á ráðstefnu hér á landi. Starfsfólk Rauðhóls stóð fyrir þessari ráðstefnu og hana sótti fjölbreyttur hópur fólks sem kom víða að úr atvinnu- og fræðasamfélaginu.